Djúpadalsrétt

Djúpadalsrétt

Kaupa Í körfu

Réttað í Djúpadal RÉTTIR voru óvenjusnemma á ferð í Reykhólasveit í ár. Heyrðist því fleygt, til skýringar, að nú væri svo komið að kaupfélagið vildi fá blessaða sauðkindina magra, svo pranga mætti henni inn á kaupendur. Fannst Samúel Sakaríassyni, bónda á Djúpadal, sem sést hér við Djúpadalsrétt í gær ásamt Sigurbirni Haraldssyni úr Reykjavík, það skjótu skökku við að markaðurinn heimtaði nú frekar magra sauði en feita. Já, það er af sem áður var, er verðmæti sauðfjár hélst í hendur við fallþunga og væn flís af feitum sauð þótti herramannsmatur. Fyrstu fjárréttir samkvæmt fjár- og stóðréttaskrá verða sunnudaginn 3. september í Hlíðarrétt í Mývatnssveit.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar