Bikarmeistarar

Skapti Hallgrímsson

Bikarmeistarar

Kaupa Í körfu

Lið Þórs/KA/Hamranna á Akureyri varð um síðustu helgi bikarmeistari í 2. aldursflokki í fótbolta. Liðið sigraði þá nýkrýnda Íslandsmeistara FH 2:1 í framlengingu í hörkuúrslitaleik sem fram fór á Þórsvellinum nyrðra. Svo skemmtilega vill til að hver einasti leikmaður bikarmeistaraliðsins er, eða hefur verið, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, utan ein stúlkan sem enn er í 10. bekk grunnskóla. Bikarmeistararnir eru sigri hrósandi á myndinni. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari, Rut Matthíasdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Elva Rún Evertsdóttir, Lára Einarsdóttir (sem útskrifaðist úr MA í vor sem leið), Harpa Lind Þrastardóttir, Æsa Skúladóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Ragnhildur Inga Aðalbjargardóttir, Júlíana Mist Jóhannsdóttir og Ágústa Kristinsdóttir liðsstjóri, sem varð stúdent frá MA í fyrra. Fremri röð frá vinstri: Oddný Karolína Hafsteinsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir (sem er í 10. bekk Síðuskóla), Karen Sif Jónsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Sara Skaptadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir og Sara Mjöll Jóhannsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar