Sjúkraliðar

Eva Björk Ægisdóttir

Sjúkraliðar

Kaupa Í körfu

Haldinn verður samningafundur í kjaradeilu SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna við ríkið í fyrramálið kl. 10.Verkfall SFR og sjúkraliða hefst á miðnætti aðfaranótt fimmtudags. SFR segir á vef sínum að byrjað sé að undirbúa verkfallsaðgerðir hjá félögunum og undan- þágunefnd að hefja störf. Sjúkraliðar héldu fjölmennan fund í gær og samþykktu ályktun þar sem þeir mótmæltu „harðlega þeirri lítilsvirðingu sem stéttinni er sýnd af fjármálaráðherra“. Þeir sögðu að sjúkraliðum væru boðnar mun lakari kjarabætur en samið hefði verið um við aðra ríkisstarfsmenn. Þá kröfðust sjúkraliðar þess að gengið yrði að kröfum þeirra til að koma í veg fyrir verkföll sem mundu m.a. hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir heilbrigðiskerfið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar