Fundur hjá Sáttasemjara

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fundur hjá Sáttasemjara

Kaupa Í körfu

Samninganefndir SFR, SLFÍ og Landsambands lögreglumanna. Liðlega 3600 félagsmenn í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, og Sjúkraliðafélagi Íslands, sem starfa hjá ríkinu lögðu niður vinnu á miðnætti í nótt. Veruleg röskun verður á starfsemi ýmissa ríkisstofnana í dag og á morgun og einnig á næstu dögum og vikum, ef samningar nást ekki. Á fundi sem samninganefndir SFR, sjúkraliða og Landssambands lögreglumanna áttu hjá Ríkissáttasemjara í gærmorgun með samninganefnd ríkisins kynntu fulltrúar ríkisins nýjar hugmyndir, eða hugmyndafræði, eins og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, tekur til orða. Eftir að hafa skoð- að hugmyndina með samninganefnd sinni gaf samflotið það svar að það vildi skoða hana betur. Ríkissáttasemjari boðaði til nýs fundar í deilunni klukkan 13 í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar