Rakarinn í Sevilla í Hörpu

Rakarinn í Sevilla í Hörpu

Kaupa Í körfu

Íslenska óperan frumsýnir annað kvöld Rakarann frá Sevilla, gaman- óperu Gioacchino Rossinis frá árinu 1816, í Eldborgarsal Hörpu. Óperan er ein sú vinsælasta í sögunni og ein af þeim sem oftast hafa verið færðar á fjalir óperuhúsa heimsins. Ágústa Skúladóttir leikstýrir uppfærslunni og með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer barí- tónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á Rodrigo í Don Carlo hjá Íslensku óperunni í fyrrahaust, var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og tilnefndur til Grímunnar sem söngvari ársins. Í öðrum hlutverkum eru Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Dr. Bartolo, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio, Ágúst Ólafsson í hlutverki Fiorello og Valgerður Guðnadóttir í hlutverki Bertu. Hljómsveitarstjóri er Guð- mundur Óli Gunnarsson og verður óperan sungin á ítölsku en íslenskri þýðingu varpað á skjái.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar