Margrét Lóa ljóðskáld

Eva Björk Ægisdóttir

Margrét Lóa ljóðskáld

Kaupa Í körfu

Ég vakna ekki klukkan átta og sem ljóð fram til klukkan eitthvað. Ljóðið kemur til mín þegar því hentar, en ég passa að halda öllum gluggum opnum og loka engum dyrum. Þó mér finnist ég ekki hafa neinn tíma til að sinna ljóðinu í annríki vinnu minnar sem kennari, þá þröngvar það sér gegnum allt. Ég held tryggð við ljóðið af því það er alltaf jafn mikil áskorun að kljást við það, þetta er oft ótrúleg glíma! Ljóðagerð er líka þerapískt fyrirbæri, ka- þarsis, það býr yfir þeim galdri að fólk getur skrifað sig frá sorg, ótta og sársauka. Ljóðið veitir huggun og svölun. Ég ligg til dæmis í ljóðasöfnum þegar ég er lasin,“ segir ljóðskáldið og listakonan Margrét Lóa Jónsdóttir sem sendir nú frá sér ljóðabókina Frostið inni í hauskúpunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar