Manúel franskur kokkur og mogginn

Manúel franskur kokkur og mogginn

Kaupa Í körfu

„Þetta er fyndin tilviljun og mun koma henni skemmtilega á óvart,“ segir Manuel Vincent Colsy, franskur kokkur, sem á laugardag deildi forsíðu Morgunblaðsins með forseta Frakklands sem staddur var hér á landi vegna Arctic Circle-ráðstefnu um norðurslóðir. Manuel var á sama tíma í viðtali við Morgunblaðið um nýjan vinnustað sinn, Retro kaffihús, þar sem hann nostrar við matargerð og segir hjartað vera í matnum og kaffibollanum. Segir hann gaman að geta sent móður sinni blaðið í pósti til Frakklands en hún muni vafalaust kætast yfir því að sonur hennar prýði forsíðuna með forseta Frakklands á Íslandi. „Hún mun örugglega brosa og sýna vinkonum sínum blaðið.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar