Skautalist í Egilshöll

Skautalist í Egilshöll

Kaupa Í körfu

Bikarmót Skautasambands Íslands í listdansi á skautum fór fram um helgina í Egilshöll. Mikið var um dýrðir og keppendur sýndu skemmtileg tilþrif sem glöddu augu þeirra áhorfenda sem lögð leið sína í Grafaravoginn. Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar varð hlutskörpust í Unglingaflokki A en keppendur þar eru á aldrinum 14-18 ára. Eftir fyrri keppnisdaginn, þar sem keppt var í stuttum æfingum, var Emilía í 3. sæti, á eftir Kristínu Valdísi Örnólfsdóttur úr Skautafélagi Reykjavíkur og Agnesi Dís Brynjarsdóttur úr Birninum. Munurinn á milli þeirra þriggja var hins vegar lítill og því ljóst að spennan yrði mikil þegar úrslitin myndu ráðast í hádeginu í gær. Emilía og Kristín skiptu um sæti eftir keppni í langa prógramminu í dag; þannig að Emilía náði 1. sætinu en Kristín varð að láta sér bronsið duga. Emilía Rós hlaut 96,40 stig, Agnes Dís 90,67 og Kristín Valdís 87,85 stig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar