Haukar - HC Zomimak

Eva Björk Ægisdóttir

Haukar - HC Zomimak

Kaupa Í körfu

Haukar fara vel af stað í Olís-deild kvenna í handknattleik á þessu keppnistímabili. Eftir nokkur fremur mögur ár hefur Haukaliðið að- eins tapað einum leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Haukar eru í 4. sæti með 9 stig eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni 25:19 á laugardaginn. Landsliðskonan Ramune Pekarskyte er aftur komin í lið Hauka eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hún er alsæl með þá niðurstöðu. „Hjarta mitt syngur. Ég er rosalega ánægð,“ sagði Ramune þegar Morgunblaðið ræddi við hana á Ásvöllum eftir sigurleikinn gegn Stjörnunni. Ramune átti flottan leik í vörn og sókn og skoraði fimm mörk. „Hérna á ég heima. Haukar eru félagið mitt og ég er ánægð með allar aðstæður.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar