Bjóða tengingar um allan heiminn

Bjóða tengingar um allan heiminn

Kaupa Í körfu

Hibernia Networks, sem á rætur að rekja til Íslands, er alþjóðlegt 240 manna fyrirtæki með rekstur í sex löndum. Á 12 árum hefur fyrirtækið vaxið frá því að vera með enga veltu í 200 milljóna dollara sem samsvarar 25 milljörðum króna. Áætlað er að reksturinn á næsta ári skili 65 milljónum dollara eða 8,1 milljarði króna í EBITDA-hagnað. Upphafleg fjárfesting fyrirtækisins var í tveimur sæstrengjum sem lágu á milli Ameríku og Evrópu en nú getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum nettengingar út um allan heim. Forstjóri fyrirtækisins, Bjarni Þorvarðarson, segir að til að ná svo miklum vexti sé mikilvægt að byggja upp viðskiptavildina og traustið. Við- skiptavinir fyrirtækisins eru orðnir vel yfir 600 talsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar