Dr. Johan van Zyl

Styrmir Kári

Dr. Johan van Zyl

Kaupa Í körfu

Allir dreifingaraðilar okkar eru mikilvægir, stórir sem smáir og verðskulda sömu athygli,“ segir Johan van Zyl, forstjóri Toyota í Evrópu og Afríku, en hann var hér á landi um þar síðustu helgi, en Toyotaumboðið á Íslandi fagnar um þessar mundir hálfrar aldar afmæli sínu. Van Zyl segir tilefnið vera kjörið tækifæri fyrir sig til þess að koma á framfæri sérstökum þökkum, bæði til starfsfólks Toyota, en ekki síst viðskiptavina umboðsins. „Vonandi getum við átt samleið í hálfa öld í við- bót, hið minnsta.“ Alltaf heillaður af bílum Johan van Zyl hóf störf hjá Toyota í heimalandi sínu, Suður-Afríku árið 1993, en hann er með doktorsgráðu í viðskiptum. „Ég var frekar ungur fræðimaður, en ég hef alltaf verið heillaður af bílum.“ Hann gerðist því meðeigandi hjá tveimur söluaðilum Toyota í Suður-Afríku áður en hann gekk til liðs við fyrirtækið. Þar kynntist hann öllum þáttum rekstrarins, frá framleiðslu til auglýsinga, áður en hann var gerður að forstjóra Toyota í Suður-Afríku árið 2003. Hann segir stærsta muninn á við- skiptalífinu og heimi fræðimannsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar