Forseti Frakklands

Ragnar Axelsson

Forseti Frakklands

Kaupa Í körfu

„París er engin endastöð, heldur ætti ráðstefnan að marka þáttaskil í tilraunum okkar til að bregð- ast við loftslagsbreytingunum,“ segir Ban Ki-moon Íslendingar leggja fram nýja sóknaráætlun. Fulltrúar tæplega 200 ríkja hófu á mánudag í Bonn í Þýskalandi lokalotu viðræðna er hafa það að markmiði að ná samstöðu um drög að yfirlýsingu fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem hefst í París 30. nóvember næstkomandi og stendur í tvær vikur. Verkefni hennar er að fastsetja stefnuna í loftslagsmálum frá þeim tíma er Kyoto-samkomulagið rennur sitt skeið, árið 2020. Spenna ríkti við upphaf samningafundanna í Bonn og verður það eitt helsta verkefni fulltrúanna að draga úr henni og jafna ágreining um leiðir til að takmarka frekari hlýnun lofthjúps jarðarinnar við 2 gráður á celsíus.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar