Kvíabekkur

Morgunblaðið/Atli Vigfússon

Kvíabekkur

Kaupa Í körfu

„Það er einhver gamall fiðringur í manni og mér finnst gefandi að gera upp gömul hús. Það er gaman að smíða glugga og hurðir með gamla laginu og því skrauti sem þeim fylgir. Ef ég væri ekki í svona verkefnum öðru hvoru væri ég hætt í þessum bransa.“ Þetta segir Svandís Sverrisdóttir, húsasmiður á Húsavík, en hún hefur um langt árabil unnið við endurgerð gamalla húsa ásamt því að fást við nýsmíðar ýmiss konar. Svandís hefur nú á haustdögum fengist við að endurbyggja gamla torfbæinn Kvíabekk á Húsavík ásamt Vigfúsi Þór Leifssyni sem líka er húsasmiður og með áratuga reynslu af byggingum. Vinnan hefur gengið vel enda hefur tíðarfarið leikið við þau Svandísi og Vigfús og er nú að komast skemmtileg mynd á Kvíabekk, sem áður var í mikilli niðurníðslu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar