Fram - FH

Eva Björk Ægisdóttir

Fram - FH

Kaupa Í körfu

Sigur Fram á FH í Safamýrinni í gærkvöldi, 20:18, var leikur varnarinnar eins og Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Framara, orðaði það í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Ungu strákarnir í Fram hafa verið afar öflugir í undanförnum leikjum og náðist fjórði sigurinn í röð í gær. Guð- laugur Arnarsson, þjálfari Fram, hefur verið að smíða saman lið með ríkan karakter og þessi umræddi karakter var til staðar gegn FH. Þorgrímur Smári Ólafsson lét mikið fyrir sér fara en hann var óhræddur við að stökkva upp og skjóta á meðan liðsfélagar hans voru mun rólegri. FH-ingar geta samt sem áður kennt sjálfum sér um en Ágúst Elí Björgvinsson varði frá- bærlega í fyrri hálfleiknum og fengu FH-ingar fjölmörg færi en nýttu ekki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar