Þórarinn Hannesson Siglufirði

Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Þórarinn Hannesson Siglufirði

Kaupa Í körfu

Þórarinn Hannesson, menntaskólakennari við Menntaskólann á Tröllaskaga, ætlar að flytja eigið efni: lög, texta, ljóð, vísur, gamansögur og fleira í 12 klukkustundir í dag á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Þetta verður í þúsundasta skipti sem Þórarinn kemur fram á sínum ferli en hann kom fyrst fram 1978 með skólahljómsveit á Bíldudal. Síð- an hefur hann haldið skrá yfir við- burði þar sem hann hefur skemmt. Í tengslum við þennan viðburð hefur verið stofnaður sjóður sem nýttur verður til að aðstoða ungar fjölskyldur í Fjallabyggð þar sem alvarleg veikindi hafa kvatt dyra, hvort sem það eru veikindi foreldra eða barna. Úthlutað verður árlega úr sjóðnum og mun sérstök stjórn halda utan um hann og úthlutanir hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar