Harpan - dagur fuglsins

Eva Björk Ægisdóttir

Harpan - dagur fuglsins

Kaupa Í körfu

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í gær og í tilefni af honum léku helstu útvarpsstöðvar landsins þrjú lög samtímis, kl. 11.15, og var þjóðin hvött til að taka undir og syngja með. Lögin þrjú voru „Bláu augun þín“, lag Gunnars Þórðarsonar við texta Ólafs Gauks Þórhallssonar; þjóð- lagið „Krummi krunkar úti“ og „Í síðasta skipti“ eftir Pálma Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orra Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Frið- rik Dór Jónsson. Samsöngurinn ber yfirskriftina Syngjum saman! og hefur farið fram síðustu fjögur ár á þessum degi og var því haldinn í fimmta sinn í gær. Markmiðið með honum er að fá börn í skólum og leikskólum, fólk á vinnustöðum eða hvar svo sem það er statt til að kveikja á útvarpinu og syngja með. Líkt og fyrri ár var haldið upp á daginn í Hörpu með söng og voru einnig veitt verðlaunin Lítill fugl. Verðlaunin hlýtur einhver sem þykir hafa skarað fram úr í stuðningi við íslenska tónlist á árinu og að þessu sinni hlaut þau Tónlistarsafn Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar