Snjókoma í Reykjavík

Sæberg

Snjókoma í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Nú er Reykjavík fannhvít og falleg. Mikið hefur snjóað sunnanlands síðustu daga og í gærmorgun var 42 sentímetrar jafnfallinn snjór í höfuðborginni. Aldrei hefur snjóað í sama mæli í borginni í desember og nú. Gamla metið var 33 sentímetrar frá 29. desember 2011. Bæði umhverfi og mannlíf fá nýjan svip þegar fönnin liggur yfir öllu. Krakkar flykkjast út og búa til snjókarla eða bruna í brekkum. Leikur og útivera bæta og kæta og kinnar verða eplarjóðar. Margir fara líka út að ganga og í gær var fólk víða á ferli, til dæmis í Hljómskálagarðinum og á öðrum útivistarsvæðum. Þá hafa styttur bæjarins öðlast nýjan svip eftir hretið. Í gær var kopargrænt líkneski Héðins Valdimarssonar í Vesturbænum undir hvítu teppi og því má segja að þessi kunna kempa hafi skyndilega hlaupið í felur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar