Íslandsklukkan

Skapti Hallgrímsson

Íslandsklukkan

Kaupa Í körfu

Fullveldisdagurinn 1. desember haldinn hátíðlegur í Háskólanum á Akureyri venju samkvæmt. KEA veitti styrki til rannsókna, boðið var til málþings í tilefni dagsins og hefðbundinnar hátíðardagskrár þar sem Sabrina Rosazza nemandi við Menntaskólann á Akureyri hringdi Íslandsklukkunni. Þá söng Æskulýðskór Glerárkirkju eitt jólalag í kuldanum. - Eyjólfur Guðmundsson rektor sagði gjarnan horft til baka á þessum degi en því vildi skólinn breyta; hleypa unga fólkinu. Líka að heimurinn væri að minnka og táknrænt að Sabrina Rosazza hringdi klukkunni að þessu sinni. Hún væri fædd í Suður-Ameríku og alin þar upp sem og á Íslandi, hefði lært um tíma í Svíþjóð og stundaði nú nám sitt á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar