Bíll á kafi í snjó - Rauðarástígur
Kaupa Í körfu
Snjódýpt í Reykjavík mældist í fyrradag 42 sentimetrar og er útlit fyrir frekari snjókomu næstu daga. Hafa vegna þessa margir viljað festa kaup á snjóskóflu en gripið í tómt þegar út í búð var komið. Eru snjó- skóflur nú uppseldar á flestum stöð- um í höfuðborginni. „Það er greinilega mikill snjór um allt land því á þeim 45 árum sem ég hef unnið hjá þessu fyrirtæki hafa aldrei áður verið önnur eins læti í sölu,“ segir Ólafur R. Jónsson, hjá heildverslun K. Þorsteinssonar & Co., sem meðal annars flytur inn skóflur til landsins. Þegar Morgunblaðið náði af honum tali var Ólafur önnum kafinn við að leggja inn pöntun á fleiri skóflum frá Noregi, enda lagerinn tómur, og ættu þær að berast hingað til lands fyrir jól. „Ég hef aldrei átt jafn stóran lager og fyrir þessi jól en hver einasta skófla hvarf á mettíma. Það kom meira að segja til mín maður sem vildi kaupa af mér gamla skóflu sem ég átti úti í bíl,“ segir hann. Í versluninni Brynju við Laugaveg eru allar snjóskóflur búnar og menn því í staðinn farnir að kaupa bæði stungu- og fjósaskóflur. „Ef þú getur mokað með því – þá selst það í dag,“ segir sölumaðurinn Hafsteinn Guðmundsson og bætir því við að í vikunni hafi um 50 skóflur selst í verslun hans. „Bráðum verður ekkert eftir nema fægiskóflur.“ Pétur Hallsson, aðstoðarverslunarstjóri Byko í Kópavogi, segir að þar hafi birgðir klárast í fyrradag. Mjög er farið að sjá á birgðastöðu Bauhaus og í Húsasmiðjunni, þar sem vel á annað þúsund skóflur hafa selst í vikunni. Þó mátti í gær enn finna nokkrar óseldar snjóskóflur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir