Grílukerti í Reykjavík

Grílukerti í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Aðeins tveir verslunareigendur á Laugavegi voru búnir að hreinsa grýlukerti af húsþökum sínum þegar Morgunblaðið fór þangað í gær. Víða á þessari vinsælustu verslunargötu landsins hanga stór grýlukerti niður og virðast nánast miða á gangandi vegfærendur. Bæði lögregla og slökkvilið hafa óskað eftir því að borgarbúar reyni að fjarlægja grýlukertin, sem sum hver eru mannhæðarhá og eru þó nokkuð þung. „Ljóst er að af grýlukertunum getur stafað nokkur hætta og því er full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni. Gestir götunnar sýndu kertunum eðlilega mikinn áhuga þó að sumum fyndust þau heldur hættuleg ásýndar. Lára Björg Björnsdóttir, einn eigenda Suðvestur í Bankastræti 5, var að hreinsa grýlukertin þegar Morgunblaðið bar að garði. „Við stoppuðum umferðina og fórum í þetta ásamt 66°norður og B5. Það hanga grýlukerti niður úr öllum þakskeggjum í miðbænum og ástandið er stórhættulegt fyrir gangandi vegfærendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar