Guðmundur, Ragnar og Hjörtur
Kaupa Í körfu
Verkefni nemenda úr Margmiðlunarskólanum, www.mms.is , hefur komist í úrslit í EuroPrix 2000 Top Talent Festival- margmiðlunarhátíðarinnar. Verkefnið, sem var margmiðlunardiskur fyrir Spaksmannsspjarir, var valið í sérstakan nemendaflokk [Stutents award] ásamt 14 öðrum verkefnum víðs vegar að úr Evrópu. Rúmlega 90 sendu inn verkefni í þennan flokk. Þeir sem unnu diskinn, sem var lokaverkefni á síðasta vetri, voru Guðmundur S. Þorvaldsson sem var verkefnastjóri, Ragnar Hansson sem stjórnaði myndbandavinnslu og tónlist, Jón Axel Egilsson sem sá um handrit og myndbandatöku, Orri S. Guðjónsson hannaði útlit og vann Flash fyrir diskinn og að lokum var það Sesselja Björnsdóttir sem sá um grafíska hönnun. Þá samdi Björn Snorri Rosdahl tónlistina á diskinum. Þeir Guðmundur og Ragnar halda ásamt Hirti Guðnasyni, gæðastjóra Margmiðlunarskólans, til Vínar í Austurríki í dag, en þá verða þau verkefni kynnt sem komast í fimm liða úrslit.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir