Umskipti í Júgóslavíu

Þorkell Þorkelsson

Umskipti í Júgóslavíu

Kaupa Í körfu

Snyrtivöruverslunin Hneyksli, þinghúsið og útvarps- og sjónvarpshúsið fengu óskemmtilega heimsókn fyrir tæpri viku og eru til marks um hve litlu munaði að syði upp úr í Belgrad er stjórnarandstaðan mótmælti Milosevic.Myndatexti: Sterk brunalykt, brotnar rúður og brunnir lögreglubílar mæta manni þegar nálgast er júgóslavneska þinghúsið. Á einn bílanna hefur verið málað: Lögregla, geri ráð fyrir að þið hafið ekki verið í bílnum lengur. Eyðileggingin er töluverð og fjölmargir íbúar Belgrad koma að þinghúsinu til að virða fyrir sér skemmdirnar og lýsa vanþóknun sinni á því að þessi sögulega bygging skuli hafa verið brennd, rænd og rupluð sl. fimmtudagskvöld er mótmæli stjórnarandstöðunnar fóru úr böndunum um tíma. Þennan sunnudagsmorgun er hins vegar allt með kyrrum kjörum. Á súluna hefur verið skrifað "popis" en það þýðir "lokað vegna vörutalningar".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar