Nýtt húsnæði Icelandair Hafnafirði

Nýtt húsnæði Icelandair Hafnafirði

Kaupa Í körfu

Vel á annað hundrað manns hafa daglega vinnuaðstöðu í nýrri byggingu Icelandair við Flugvelli í Hafnarfirði, sem opnuð var formlega í gær. Í húsinu er meðal annars þjálfunaraðstaða Icelandair, flughermir, verkfræði- og hönnunardeild Icelandair og fleira tæknitengt. Bygging hússins, sem er um 4.200 fermetrar á þremur hæðum, hefur staðið yfir síðustu tvö ár og gengið samkvæmt áætlun. Hönnun önnuðust VA arkitektar. Ætla má að um 140 manns muni koma til daglegar þjálfunar á Flugvöllum. Þar er helst til að taka flugherminn, en í honum geta flugmenn æft flugtak, lendingu og flug við hinar ýmsu aðstæður sem hægt er að útbúa. Sú þjálfun, sem flugmenn sækja reglulega, verður því hér heima en var áður sótt til útlanda. Breytingin er einnig sú að starfsmenn í ýmsum deildum Icelandair, sem áður unnu á Keflavíkurflugvelli eða aðalskrifstofunni í Reykjavík, mæta nú á Flugvelli, sem er einn af stærri vinnustöðum Hafnarfjarðarbæjar. Því var ástæða til þess að fagna, eins og gert var í gær. Þar klipptu forystukonurnar Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, og Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, á borða. Sá gjörningur markaði upphaf starfseminnar sem Icelandair, eitt stærsta fyrirtæki landsins, er komið með í Hafnarfjörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar