Ný göngubrú í smíðum við Elliðaárnar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ný göngubrú í smíðum við Elliðaárnar

Kaupa Í körfu

„Þetta styttir leiðina þarna yfir og þarna verður góður hjóla- og göngustígur,“ segir Róbert Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, en verið er að setja upp tvær nýjar göngubrýr í Elliðaárdal og malbika göngustíga til að auðvelda för gangandi og hjólandi vegfarenda um svæðið. Stefnt er að því að brýrnar verði teknar í gagnið í lok maí eða byrjun júní, að sögn Róberts. „Þetta eru tvær brýr við báðar kvíslarnar,“ segir Róbert, en Elliða- ár falla úr Elliðavatni í norður og vestur milli Breiðholts og Selás- og Ártúnsholts í tveimur kvíslum. Segja má að þær skipti borginni í tvennt við Elliðaárósa. Önnur brúin liggur vestanmegin og er í beinu framhaldi af undirgöngunum sem liggja frá Blesugrófinni. Er hún úr timbri og er þegar komin upp. Hafist verður handa við að setja upp stálbrúna austanmegin, nær rafstöðvarhúsinu, í komandi viku. „Svo er verið að gera nýja göngustíga á milli þessara tveggja brúa og tengingu austanmegin við gönguleiðirnar þar,“ bætir hann við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar