Bílastæði á Þingvöllum

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bílastæði á Þingvöllum

Kaupa Í körfu

Gjaldtöku sem hefjast átti á bílastæðum á Þingvöllum 1. maí hefur verið frestað um hálfan mánuð samkvæmt frétt á vefsíðu þjóðgarðsins. „Við sáum þetta fyrir tilviljun. Engin tilkynning hefur verið send til ferðaþjónustufyrirtækja,“ sagði Þórir Garðarsson hjá Gray Line í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta vekur þó bjartsýni um að til standi að gera breytingar á gjaldskránni í samræmi við óskir ferða- þjónustunnar í viðræðum við þjóð- garðsvörð að undanförnu.“ Ólafur Örn Haraldsson þjóð- garðsvörður er í fríi erlendis til 16. maí og náðist ekki í hann. Einar E.Á. Sæmundsen fræðslufulltrúi sagði að seinkunin væri vegna tafa á framkvæmdum við uppsetningu umgjarðar um bílastæðin. Þau verða á þremur stöðum, við gestastofuna á Hakinu, við neðri enda Almannagjár og á gamla Valhallarplaninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar