Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi

Kaupa Í körfu

„Ég tel að það sé rúm fyrir þau sjónarmið sem ég hef staðið fyrir og þá persónu sem ég er,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti í gær framboð sitt til embættis forseta Íslands. „Ég hef mikla þekkingu á eðli forsetaemb- ættisins. Sem forsætisráðherra starfað ég náið með tveimur forsetum og hitti þá reglulega. Frú Vigdísi hitti ég einu sinni í viku þar sem hún starfaði í sama húsi og ég. Ólaf hitti ég svo sjaldnar en á lengri fundum. Forsætisráðuneytið fór með málefni forsetaembættisins þannig að ég þekki embættið frá öllum sjónarhornum,“ segir Davíð. Hann telur reynslu vera mikilvægan kost sem forseti verði að búa yfir. „Áður fyrr töldu menn að á Íslandi væri það gott að hægt væri að hafa hvern sem er í forsetaembættinu. En á síðari tímum held ég að fleiri og fleiri hafi sannfærst um að vilji menn á annað borð hafa forsetaembætti sé best að því starfi gegni maður með reynslu og þekkingu til að bregðast við þeim verkefnum sem embættið þarf að sinna. Ég tel mig hafa það og ég held að það liggi allt fyrir þannig að ég þurfi ekkert að sanna um það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar