Siggi á Háeyri

Ófeigur Lýðsson

Siggi á Háeyri

Kaupa Í körfu

Sigurður Guðmundsson, trommuleikari. Trommuleikarinn Sigurður Guð- mundsson frá Vestmannaeyjum hefur slegið taktinn í rúm 70 ár og spilar enn opinberlega með ýmsum hljómsveitum, einkum á dvalarheimilum aldraðra, tvisvar til þrisvar sinnum í viku. „Spilamennskan hefur gefið mér mjög mikið,“ segir tónlistarmaðurinn, sem á 85 ára afmæli í dag. Í Eyjum eru nánast allir uppnefndir. Sigurður fæddist á Háeyri og því festist nafnið Siggi á Háeyri fljótlega við hann. „Ég var heppinn að vera kenndur við húsið frekar en að fá uppnefni eins og til dæmis Siggi sorrí eða Siggi svarti eða Siggi eitthvað.“ Hann segir að rythminn sé allra meina bót og hann hafi alla tíð dýrkað djassinn. „Ég hef spilað alla dansmúsík, en það hefur alltaf verið skemmtilegast að djassa. Ef mér líður illa er nóg að setja djassplötu á fóninn, það er betra en allir sálfræðingar og mér líður betur.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar