FH - Fjölnir - Knattspyrna karla

FH - Fjölnir - Knattspyrna karla

Kaupa Í körfu

Það voru ekki mikil læti í Kaplakrika í gær þegar Íslandsmeistarar FH tóku á móti Fjölni úr Grafarvogi í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Meistararnir höfðu betur, gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og við það sat. Bæði lið töpuðuð í síðustu umferð og voru jöfn að stigum með sex stig fyrir leik og því mátti búast við spennandi og jöfnum leik. Sú varð ekki niðurstaðan því þó svo að sigur FH-inga hefði bara verið 2:0 þá var Hafnarfjarðarliði mun sterkara og líklegra til að bæta við en Grafarvogsliðið að skora. Reyndar fengu gestirnir tvö ágæt færi en í bæði skiptin var það fyrrverandi fyrirliði þeirra, og núverandi miðvörður FH, Bergsveinn Ólafsson, sem lagði þau færi upp í hendur fyrrverandi félaga sinna, sem náðu þó ekki að nýta sér það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar