Gullni Hringurinn - Þingvellir

Gullni Hringurinn - Þingvellir

Kaupa Í körfu

Gjaldtaka á bílastæðum við Almannagjá á Þingvöllum hófst í gær. Nokkrir byrjunarörðugleikar voru fyrsta daginn, engir þó alvarlegir, og tóku gestir þjóðgarðsins almennt vel í þetta fyrirkomulag. Fyrstu dagana verður meðal annars unnið að prófun á virkni búnaðar, þjálfun starfsfólks og mat lagt á umferðarflæði og staðsetningu gjaldstaura og merkinga. Gjaldið á að standa undir kostnaði þjóðgarðsins við rekstur og þjónustu bílastæðanna. Kostar 500 krónur að leggja einkabíl, stórir ferðaþjónustujeppar borga 750 krónur, hópferðabílar fyrir 18 far- þega eða færri borga 1.500 krónur og stórar rútur 3.000 krónur. Ekki er tekið gjald eftir klukkan 20 á kvöldin en þá lýkur vaktinni í þjóð- garðinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar