Skemtiferðaskip í Sundahöfn

Skemtiferðaskip í Sundahöfn

Kaupa Í körfu

Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins komu til Reykjavíkur í gær, Albatros og Celebrity Eclipse. Hið síðarnefnda er öllu stærra, um 121 þúsund brúttótonn, en Albatros er „aðeins“ 28 þúsund tonn. Von er á 113 heimsóknum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar og um 100 til Akureyrar. Talið er að þessar heimsóknir skili um sex milljörðum króna í þjóðarbúið, bæði beint og óbeint. Byggjast þær upplýsingar á könnun sem Hafnasamband Íslands og samtökin Cruise Iceland létu gera meðal farþega árin 2013 og 2014. Síðan þá hefur bæði skipum og farþegum fjölgað þannig að tekjurnar geta verið enn meiri í dag. Samkvæmt könnuninni eyddu far- þegarnir um 5,3 milljörðum króna með viðkomu sinni hér á landi, inni í því eru m.a. flugferðir til og frá landinu. Um 140 milljónir komu af verslun skipverja, 433 milljónir fóru í hafnargjöld og 150 milljónir í skattgreiðslur til ríkisins. Tekjurnar ráðast eðlilega af stærð skipanna og fjölda far- þega. Farþegar stærri skipanna hafa í flestum tilvikum keypt fyrirfram ákveðinn pakka, bæði í mat, þjónustu og ferðum í landi. Auknar tekjur hafa skapast af komum minni skipanna, svonefndra leiðsöguskipa, en oftast er flogið með þá farþega til og frá landinu og þeir fara þá í hringferðir um landið með skipunum. Stoppa þessi skip á fleiri stöðum og farþegar þeirra fara gjarnan víðar um en þeir sem koma af stóru skipunum. Til skoðunar er hjá stjórnvöldum að setja reglur um siglingar skemmtiferðaskipa hér við land, hvar þau mega sigla og hvenær sólarhrings og ársins. Hafa bæði skipafélögin, umboðsmenn og landeigendur kallað eftir slíkum reglum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar