Skemtiferðaskip í Sundahöfn

Skemtiferðaskip í Sundahöfn

Kaupa Í körfu

Talið er að skemmtiferðaskipin skapi um sex milljarða króna í tekjur hér á landi, bæði beinar og óbeinar tekjur, og skapi um 280 heilsársstörf. Um er að ræða tekjur til hafna landsins, ferðaskrifstofa og umboðsfyrirtækja, ferðaþjónustufyrirtækja, rútufyrirtækja, leigubílastöðva, verslana og veitingahúsa, auk skatttekna. Þessar upplýsingar byggja m.a. á könnun sem Hafnasamband Íslands og samtökin Cruise Iceland létu gera árin 2013 og 2014. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag fjölgar skipakomum í sumar frá síðustu vertíð. Því má búast við auknum tekjum frá því sem fyrrnefnd könnun leiddi í ljós. Samkvæmt henni eyðir hver farþegi nærri 80 evrum í hverri viðkomuhöfn, eða rúmum 11 þúsund krónum á núvirði. Hver skipverji, sem fær landgönguleyfi, eyðir mun minna, eða um 11 evrum (um 1.500 krónum). Þetta eru beinu tekjurnar í landi af neyslu farþega og áhafna og því lengur sem skipin stoppa í hverri höfn því meiri verða tekjurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar