Sigurður Ingólfsson

Ófeigur Lýðsson

Sigurður Ingólfsson

Kaupa Í körfu

Sigurður Ingólfsson hönnuður HZ stólsins situr á hönnun sinni. Íbúar og gestkomandi í lyftulausum fjölbýlishúsum eiga oft í vandræð- um með að ganga upp stigana og þurfa að hvíla sig á milli hæða. Það er gjarnan hægara sagt en gert en Sigurður Ingólfsson hefur brugðist við vandanum með því að hanna og setja á markað stól með hárri setu, HZ-stólinn. Sigurður hefur búið á 4. hæð í lyftulausu fjölbýlishúsi undanfarin 20 ár. Hann segir að á sömu hæð hafi búið maður, sem orðinn er 85 ára, í hálfa öld eða þar til hann hreinlega komst ekki upp stigana hjálparlaust og var innilokaður í íbúðinni í fimm mánuði. Þá hafi hann komist inn á spítala og sé nú í umönnun á öldrunarheimili. „Þetta varð til þess að ég fór að velta því fyrir mér í fyrra hvernig hægt væri að bregðast við svona vanda og nið- urstaðan varð stóll með hárri setu,“ segir Sigurður. Hann gerði ýmsar útfærslur og þegar hann var sáttur með útkomuna hafði hann samband við Reyni Sýrusson, húsgagnahönnuð í Sýrusson hönnunarhúsum, og framleiddi stólinn í samvinnu við hann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar