Bakki

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Bakki

Kaupa Í körfu

Verklegt er um að litast á lóð kísilvers PCC BakkiSilicon hf. á iðnað- arsvæðinu á Bakka við Húsavík. Verið er að steypa undirstöður sjálfrar verksmiðjubyggingarinnar. Hráefnageymslur eru þó þau mannvirki sem hæst standa og lengst eru komin í byggingu enda verður byrjað að flytja þangað kvarts, kol og timbur í haust þótt verksmiðjan taki ekki til starfa fyrr en um jólin 2017. Á annað hundrað manns eru nú þegar að störfum á verksmiðjulóð- inni, á vegum aðalverktakans sem er þýska fyrirtækið SMS og undirverktaka, LMS Sögu og fleiri. Nú er reiknað með að 200-250 manns verði á Bakka á háönn í sumar sem er nokkru minni mannskapur en reiknað hefur verið með. Jörg Dembek, framkvæmdastjóri PCC BakkiSilicon, segir þó hugsanlegt að þeir verði fleiri. Fyrirtækin hafa komið sér upp vinnubúðum fyrir nærri 400 manns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar