Hanan - Arabísk Harpa

Hanan - Arabísk Harpa

Kaupa Í körfu

Undurfagur arabískur söngur Harpan sem hin egypska Hanan El-Shemouty mun leika á er arabísk og ævaforn. Hún heitir qanun og kemur upphaflega frá Egyptalandi. „Þetta er mjög flókið hljóðfæri og það eru ekki margir sem kunna að spila á það. Ég sá og heyrði í Hanan í fyrsta skipti fyrir tíu árum á tónleikum í Berlín. Ég fór til hennar eftir tónleikana og spurði hvort hún vildi ekki koma til Íslands og spila og syngja. Hún tók vel í það og við lékum okkur með þjóðlög og komum fram á þjóðlagahátíð á Siglufirði fyrir nokkrum árum. Það var auðsótt mál að fá hana til liðs við okkur núna á Guðríðarhátíðinni,“ segir Hilmar sem setti Hanan í það að finna út hverskonar tónlist Guðríður hafi mögulega hlustað á eftir að hún var flutt til Algeirsborgar, sem þá var miðstöð arabískrar menningar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar