Berglind Helgadóttir sjúkraþjálfari Vinnueftirlitsins

Jim Smart

Berglind Helgadóttir sjúkraþjálfari Vinnueftirlitsins

Kaupa Í körfu

Átak gegn atvinnusjúkdómum Tölvuvinna þykir mörgum einhæf og er líka líkleg til að valda óþægindum í stoðkerfi vegna lítillar og einhæfrar hreyfingar. Þannig sýnir nýleg sænsk rannsókn að tíðni tilkynntra atvinnusjúkdóma vegna tölvuvinnu jókst um 8% frá 1997 til 1998 meðan fjöldi atvinnusjúkdóma í öðrum greinum stóð í stað. Undanfarið hefur Vinnueftirlitið einmitt staðið fyrir átaki til að draga úr atvinnusjúkdómum sem stafa beinlínis af tölvuvinnu. Átakið, sem hefur yfirskriftina "bakverkinn burt", er samevrópskt og beinist gegn atvinnutengdum álagseinkennum í vöðvum og liðum, í baki, eins og yfirskriftin segir til um, en einnig beina menn sjónum að verkjum í hálsi, herðum og handleggjum svo dæmi séu tekin. MYNDATEXTI: Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari Vinnueftirlitsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar