Hnúfubakur út af Hauganesi við Eyjafjörð

Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Hnúfubakur út af Hauganesi við Eyjafjörð

Kaupa Í körfu

Sælt veri fólkið. Enn ein hvalamyndin, tekin 19. júní út af Hauganesi við Eyjafjörð. Kannski finnið þið henni stað einhvern tímann í besta dagblaði landsins. Þarna lemur hnúfubakur sporðinum ítrekað í hafflötinn, með tilheyrandi gusugangi. Ekki er vitað hvers vegna dýrin gera þetta. Litlu seinna kom þessi allur upp úr, svífandi í loftinu, og gerði þetta nokkrum sinnum. Ég var þá á heimleið og kominn of langt frá staðnum, því miður. Vænghaf kríanna, sem þarna eru, er um 75-80 cm. Það sýnir hversu stórt dýrið var og er. Tilkomumikil sporðaköst hnúfubaksins Kveðja. SÆ

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar