Vala Flosadóttir með stöngina 1995

Vala Flosadóttir með stöngina 1995

Kaupa Í körfu

Bílddælingar fylgdust spenntir með stangarstökkskeppninni í gærmorgun og samgleðjast Völu Það féllu mörg gleðitárin á Bíldudal, hinni gömlu heimabyggð Völu Flosadóttur, þegar hún steig á verðlaunapallinn á Ólympíuleikunum í Sydney í gær. Margir fylgdust með keppninni í Sjónvarpinu og rifjuðu upp kynni sín af afrekskonunni. Og það var flaggað til heiðurs Völu eins og svo oft áður þegar hún hefur unnið afrek í stangarstökkinu. MYNDATEXTI: Vala Flosadóttir stökk 2,50 metra á sínu fyrsta stangarstökksmóti, árið 1994. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Myndin var tekin þegar hún bætti Íslands- og Norðurlandametið í eitt af mörgum skiptum, stökk 3,81 metra á Reykjavíkurleikunum á Laugardalsvelli í ágúst 1995, en þá var hún sautján ára. Í gær stökk hún 4,50 metra, 69 sentímetrum hærra en þá, og enn er Norðurlandametið hennar. filma úr safni, birtist fyrst 19950819 (mappa 900 - br, 1 - síða 24 - röð 2-7 (mynd 35)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar