Karin Esther glerlistakona í Perlunni

Karin Esther glerlistakona í Perlunni

Kaupa Í körfu

Þótt tölvuleikir séu merkileg fyrirbæri er ekki endilega víst að þeir breyti lífi fólks. Að minnsta kosti sjaldan með jafn afdrifaríkum hætti og í tilviki Karin Esther Gorter. Og er hún samt enginn unglingur. Móðir uppkominnar dóttur og amma eins árs drengs, og hafði búið í Drachten, litlu þorpi í Fríslandi nyrst í Hollandi, lungann úr ævinni. Þar átti hún hús, bíl og hjól og var í góðu stjórnunarstarfi hjá hollenska al- þjóðafyrirtækinu Philips. Ósköp sátt og sæl. Lífið gekk sinn vanagang, ræturnar voru í Hollandi og ekkert benti til að breytingar yrðu á hennar högum. „En svo kom örlagavaldurinn, Jón Adolf Steinólfsson, inn í líf mitt árið 2008,“ segir hún sposk og rekur aðdragandann: „Dóttir mín og tengdasonur gáfu mér tölvuleikinn World of Warcraft í afmælisgjöf og ég byrjaði að spila við Jón.“ Þess má geta að World of Warcraft er alþjóðlegur hlutverkaog spunaleikur og eins og í öðrum slíkum búa leikmenn sér til sögupersónur og taka þátt í framvindu sögunnar með öðrum notendum hvar sem þeir eru staddir í heiminum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar