Þingeyrar - fornleifarannsóknir

Sigurður Bogi Sævarsson Sigurður Bogi Sævarsson

Þingeyrar - fornleifarannsóknir

Kaupa Í körfu

Hleðslur sem komu í ljós þegar fornleifafræðingar grófu könnunarholur á Þingeyrum í Húna- þingi í síðustu viku benda til þess að rústir hins forna klausturs þar séu fundnar. Þetta gerðist jafnhliða uppgreftri í rústum klausturkirkjunnar, sem fundust á síð- asta ári. Rannsóknir á staðnum eru nú að hefjast, en yfirskrift þeirra er Þingeyraverkefnið sem í síðustu viku var kynnt fyrir fólki í Húnaþingi. „Verkefni þetta, það er uppgröfturinn og rannsóknir því samhliða, mun væntanlega taka áratugi. Þær vísbendingar um rústir sem sjást í könnunarholum eru mjög áhugaverðar,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnar Þingeyraverkefnisins. Þar sitja einnig Guð- rún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra. Þau Ingimundur og Valgerður Valsdóttir, eiginkona hans, eru eigendur Þingeyrajarðarinnar og frumkvæði að starfinu nú er frá þeim komið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar