Sumarblíða í Nauthólsvík

Sumarblíða í Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

Íslendingar hafa lengi verið þekktir fyrir að nýta sér vel þá daga er sólin skín og hiti kemst í tveggja stafa tölu, en það gerðu margir Reykvíkingar í veðurblíðunni í gær og var m.a. margt um manninn á ylströndinni í Nauthólsvík. Mikil gleði og ánægja ríkti einnig annars staðar í borginni þar sem fólk naut sólarinnar. Var þannig fjöldi manns í miðbænum og á Klambratúni og einnig töluvert af ferðamönnum á kreiki. Veðurstofa Íslands spáir áfram fremur hlýju og mildu veðri næstu daga. Í dag er gert ráð fyrir dálítilli rigningu sunnan- og austanlands, en annars verður skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast vestantil á landinu. Á morgun er spáð rigningu víða en stytta á upp seinnipartinn, einkum austantil. Áfram verður hlýtt í veðri, eða 8 til 18 stig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar