FH - Dundalk forképpni meistaradeildar Evrópu

FH - Dundalk forképpni meistaradeildar Evrópu

Kaupa Í körfu

Svekkelsi. Ef lýsa ætti leik FH og Dundalk í einu orði þá væri það svekkelsi. Þarna misstu FH-ingar af frábæru tækifæri til að komast lengra í Evrópukeppninni. 2:2 jafntefli gegn írsku meisturunum dugði ekki til og Íslandsmeistararnir falla úr leik á minnsta mögulega mun; marki á útivelli. Dundalk skoraði tvö mörk í Krikanum í gær en FH eitt á Írlandi fyrir viku og þar skilur á milli liðanna. Fyrir leik var spennan nánast áþreifanleg. Sigurliðið myndi komast í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og græða í það minnsta 85 milljónir íslenskra króna. Hafnfirð- ingar hófu leikinn af miklum krafti, án þess þó að skapa sér góð færi. Gestirnir virtust vera að sækja í sig veðrið þegar Sam Hewson skoraði fyrsta mark leiksins. Eftir laglegan samleik Bretanna, Hewson og Steven Lennon, kom Hewson boltanum í netið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar