Valgeir Magnússon, Pipar

Morgunblaðið/Freyja Gylfa

Valgeir Magnússon, Pipar

Kaupa Í körfu

Það er sjaldan lognmolla í kringum Valgeir Magnússon. Nú eru liðin tvö ár frá því PIPAR\TBWA og Fíton sameinuðust og segir Valgeir að mikill árangur hafi náðst með samruna stofanna, eftir margar svefnlausar nætur. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Stærstu áskoranirnar eru alltaf þær sömu; Lagerinn okkar er fólk og fólk er alltaf á launum, sama hvort einhver er að kaupa þjónustuna eða ekki. Við seljum mjólk sem verður súr á klukkutíma fresti. Við þurfum að halda háu þjónustustigi á kvikum markaði sem kallar á að við þurfum að geta brugðist hratt við þegar viðskiptavinir þurfa þjónustu en án þess að hafa fólk aðgerðalaust þess á milli. Einnig hefur tímaverð á þessum markaði dregist aftur úr öðrum sérfræðiþjónustum á síðustu 20 árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar