Grundarfjörður - Snæfellsnes - Vesturland

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Grundarfjörður - Snæfellsnes - Vesturland

Kaupa Í körfu

Litagleðin ræður ríkjum á bæjarhátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði sem haldin verður nú um helgina. Eins og hefð er fyrir verður hverfum bæjarins skipt í fernt og hefur hvert þeirra sinn lit, það er gulur, rauður, grænn og blár. Hafa sameiginlegar skreytingar í hverfunum tekið mið af þessu og síðan puntar hver sinn garð og hús samkvæmt sömu reglu. Hefur í gegnum tíðina margur listamaðurinn komið úr felum hvað skreytingalist varðar. Sýna sig og sjá aðra Hátíðin að þessu sinni, sem verður dagana 23.-26. júlí, er nú haldin í 19. sinn. Forsagan er sú að árið 1997 var þess minnst með hátíðarhöldum að 100 ár voru þá liðin frá því að verslunarstaðurinn var fluttur frá Grundarkampi í Nesið og hét þessi hátíð 100 ár í Nesinu. Í framhaldi af því ákvað Félag atvinnulífsins í Grundarfirði, sem þá var starfandi, að koma á árlegum viðburði sem nefndur væri Á góðri stund í Grundarfirði. Jafnframt var ákveðið að hátíðin skyldi haldin síðustu helgi í júlí.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar