Ferðamenn í miðbænum

Styrmir Kári

Ferðamenn í miðbænum

Kaupa Í körfu

„Hvers vegna er Ísland svona dýrt? Er það til þess að halda forsætisráðherra uppi?“ Ástralarnir Allen og Cedric voru í góðum gír þegar þeir ræddu við blaðamann Morgunblaðsins í rigningunni á Laugaveginum í gær. Þeim þótti það viðeigandi að eyða síðasta degi ferðalagsins í rigningunni. „Við höfum verið á Íslandi í sex daga og það rigndi ekki í átta klukkustundir í gær, það er metið. Ég er ekki viss um að við höfum náð kortéri án rigningar hina dagana,“ sagði Allen. En þótt veðrið hafi ekki verið þeim að skapi var heimsóknin ánægjuleg. „Við ferð- uðumst um Suðurlandið, fórum til Vestmannaeyja og vorum þar í tvo daga. Það var frábært í Eyjum.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar