Þrumað í gegnum pollinn

Ófeigur Lýðsson

Þrumað í gegnum pollinn

Kaupa Í körfu

Úrkoma í Reykjavík milli klukkan 15-16 í gær var 12,2 mm og hefur ekki áður rignt svo mikið í úrkomumæli Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg. Vegna þessa mynduðust pollar víða á höfuðborgarsvæðinu og niðurföll höfðu ekki undan, svo kalla þurfti út slökkviliðsmenn til að losa um stíflur og dæla upp vatni. Ýmsir völdu þó að hafa gaman af rigningunni og ökumaðurinn sem leið átti um Nýbýlaveg í Kópavogi setti á fulla ferð í elgnum og fylgdi því mikill gusugangur. Í dag má hins vegar gera ráð fyrir að léttskýjað verði sunnanlands og þurrt í veðri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar