Jónas Tómasson ásamt tónlistarfólkinu
Kaupa Í körfu
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi Taka mynd af tónskáldinu Jónasi Tómassyni. Kannski líka eina með tónlistarfólkinu sem er að æfa verkin hans þar. Sumarkvöld með Jónasi Tómassyni nefnist tónleikadagskrá sem haldin verður á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld og hefst kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir af tilefni sjötugsafmælis tónskáldsins og flutt verða einleiks-, einsöngs- og dúó- verk frá ýmsum tímum á ferli hans. Jónas stundaði framhaldsnám í tónlist í Amsterdam á sínum tíma en hefur nú búið á Ísafirði í yfir fjörutíu ár. Þar hefur hann verið kennari, flautuleikari og kórstjóri og séð um tónleikahald fyrir Tónlistarfélag Ísafjarðar. Meðfram þessu hefur hann verið afkastamikið tónskáld og samið fjölmörg verk af ólíkum toga. Eftir hann liggja hljómsveitarverk, konsertar, kórverk og kammerverk auk fjölda einleiks- og einsöngsverka fyrir ýmis hljóðfæri. Verk Jónasar hafa verið flutt af mörgu af fremsta tónlistarfólki hér á landi og sum þeirra hafa komið út á geisladiskum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir