Harpa Stefánsdóttir

Styrmir Kári

Harpa Stefánsdóttir

Kaupa Í körfu

eldhúsatlasinn.com, matarblogg. Hugmyndin kviknaði þegar ég bjó í Chennai í SuðurIndlandi fyrir nokkrum árum. Þar kynntist ég grænmetisfæði í raun og veru, þetta var svo ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt þar sem grænmeti var alltaf aðalatriðið,“ segir Harpa Stefánsdóttir, sem hætti að borða kjöt þegar hún dvaldist á Indlandi og hélt því áfram þegar hún flutti aftur heim. „Mig langaði að miðla þessu áfram og upphaflega hugmyndin var að skrifa matreiðslubók.“ Harpa fylgdi eiginmanni sínum til Indlands þar sem hann stundaði nám og saman unnu þau meðal annars að rannsókn um afdrif barna sem lent hafa í barnaþrælkun. Nokkrum árum eftir að þau fluttu aftur heim til Íslands fór Harpa í nám í hagnýtri menningarmiðlun þar sem hana langaði í nám á sviði miðlunar, sem væri jafnframt fræðilegt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar