Eyrún Eggertsdóttir

Ófeigur Lýðsson

Eyrún Eggertsdóttir

Kaupa Í körfu

Dúkkan Lúlla, sem frumkvöðullinn Eyrún Eggertsdóttir hannaði og bjó til, gengur nú kaupum og sölum á Ebay og fleiri uppboðssíðum á allt að 40 þúsund krónur. Dúkkan kostar 70 dollara út úr búð eða um 8.500 krónur. Lúlla fékk gulleggið árið 2011 og þessi litla hugmynd er orðin risastór úti í hinum stóra heimi. „Sendingin sem við bjuggum til núna er þegar uppseld og fer ekki í búðarhillur,“ segir Eyrún en undanfarna daga hefur hún unnið myrkranna á milli enda rignir fyrirspurnum hreinlega yfir hana. Hún ætlaði að vera í sumarfríi með börnunum sínum en vegna vinsælda Lúllu munu börnin fara ein í sveitina með ömmu og afa. Eyrún stofnaði fyrirtækið RóRó árið 2011 og hefur síðan þá þróað dúkkuna, sem er úr bómull, með ofnæmisprófaða fyllingu inni í sér og tæki sem spilar upptöku af andardrætti og hjartslætti. Hún dregur jafnvel lykt af foreldrunum í sig og líkir þannig eftir nærveru foreldranna. Eyrún bjó til dúkku sem selst nú á rúm 40 þúsund krónur. Hún er hress og sæt. Ætlaði að vera í vinnunni í dag og bíður bara eftir símtali

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar