Irina Sazonova ólympíufari fimleikum

Irina Sazonova ólympíufari fimleikum

Kaupa Í körfu

„Mér finnst að ég eigi eftir að laga nokkrar æfingar en ég er í raun tilbúin. Við eigum smá tíma eftir áð- ur en mótið hefst og það ætti að vera nægur tími til að fínpússa hreyfingarnar,“ segir Irina Sazonova, fimleikakona sem fer á Ólympíuleikana í Ríó fyrir hönd Íslands. Morgunblaðið hitti hana um há- degisbilið í gær í Ármannsheimilinu og tók hana tali. Hún var þá í miðri æfingatörn með þjálfara sínum, Vladimir Antonov. Irina varð fyrsta íslenska konan sem öðlast hefur keppnisrétt á Ólympíuleikum í fimleikum þegar hún tryggði sér þátttökurétt í gegnum undankeppni í áhaldafimleikum sem átti sér stað í Ríó í apríl. Irina fæddist í Rússlandi árið 1991. Hún byrjaði í fimleikum fjögurra ára gömul í heimaborg sinni Vologda en fluttist til Sankti Pétursborgar fyrir 11 árum eftir andlát móður sinnar. Þar var Irina í heimavistarskóla fyrir ungt íþróttafólk og keppti í fimleikum fyrir hönd borgarinnar. Fyrir þremur árum flutti hún síðan til Íslands og fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar