Framkvæmdir við Bessastaði

Ófeigur Lýðsson

Framkvæmdir við Bessastaði

Kaupa Í körfu

Undirbúningur stendur nú yfir vegna komu nýrrar forsetafjölskyldu til Bessastaða en meðal annars þarf að aðlaga húsið breyttri fjölskyldustærð. Að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, felst undirbúningurinn m.a. í viðhaldsframkvæmdum á forsetahúsi og ná framkvæmdirnar til ytra og innra byrðis hússins auk minni háttar framkvæmda á lóð þess. Lokið er múrviðgerðum að utan. Um er að ræða nauðsynlegt og eðlilegt viðhald eftir 20 ára samfellda búsetu fráfarandi forseta og fjölskyldu, að sögn Sigurðar. Viðgerðirnar gætu tekið einhverjar vikur og á meðan búa Guðni Th. Jóhannesson forseti og fjölskylda hans á heimili sínu á Seltjarnarnesi. Einnig er unnið að viðhaldi á öðrum húsum á Bessastöðum, meðal annars Bessastaðastofu og þjónustuhúsi. Þá hefur verið unnið að viðhaldsframkvæmdum við Staðastað, skrifstofuhúsnæði forseta á Sóleyjargötu 1. Þar er meðal annars verið að mála skrifstofu forseta og móttökuherbergi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar